Stjórnarmaður / starfsmaður
- Hvetur félagsmenn til að standa vörð um anda og gildi félagsins og sér um að hvoru tveggja lifi áfram meðal félagsmanna.
- Kemur fram við alla félagsmenn sem jafningja, óháð kyni, getu, trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, litarhætti og kynhneigð.
- Viðhefur ávallt lýðræðisleg vinnubrögð.
- Upplýsir félagsmenn og gerir þá að þátttakendum í ákvarðanatöku innan félagsins.
- Er til fyrirmyndar hvað varðar hegðun og framkomu innan félags sem utan.
- Ber ábyrgð gagnvart félaginu og iðkendum.
- Er meðvitaður um að félagið byggir upp og mótar einstaklinga.
- Rekur félagið eftir löglegum reiknisskilaaðferðum og hagar útgjöldum í samræmi við tekjur.
- Notfærir aldrei stöðu sína hjá félaginu til eigin framdráttar á kostnað félagsins.
- Nýtir gagnrýni félagsmanna til uppbyggingar í félaginu.
Þjálfari
- Kemur fram við alla iðkendur á einstaklingsgrunni og út frá þeirra forsendum.
- Velur æfingar, mót, keppnir sem eru við hæfi iðkenda með tilliti til aldurs, reynslu og hæfileika.
- Styrkir jákvæða hegðun og framkomu iðkenda.
- Heldur á lofti heiðarleika (Fair Play) innan íþróttarinnar.
- Kennir iðkendum að viðurkenna og bera virðingu fyrir ákvörðunum dómara.
- Kennir iðkendum að bera ábyrgð á eigin hegðun og framförum í íþróttinni.
- Er heiðarlegur, jákvæður, réttlátur og umhyggjusamur gagnvart iðkendum.
- Viðhefur jákvæða gagnrýni og forðast neikvæða gagnrýni.
- Hugsar ávallt um heilsu og heilbrigði iðkenda og varast að setja þá í aðstöðu sem gæti ógnað heilbrigði þeirra.
- Talar gegn notkun ólöglegra lyfja.
- Talar gegn neyslu áfengis og tóbaks.
- Leitar eftir samstarfi við aðra þjálfara eða sérfræðinga þegar þess þarf.
- Viðurkennir rétt iðkandans til að leita ráða frá öðrum þjálfurum.
- Samþykkir aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Forðast náið samband við iðkendur og forðast að vera einn með iðkanda.
- Þarf leyfi forráðamanna yngri iðkenda til að aka þeim á æfingar eða í leiki.
- Er meðvitaður um hlutverk sitt sem fyrirmynd bæði utan og innan vallar.
- Kemur eins fram við alla iðkendur óháð, getu, kyni, kynþætti, stjórnmálaskoðunum, trúarbrögðum og kynhneigð.
- Notfærir sér aldrei aðstöðu sína sem þjálfari til að uppfylla eigin áhuga á kostnað iðkandans.
- Er ábyrgur á félagslegri, andlegri og líkamlegri uppbyggingu iðkenda.
- Hlustar eftir skoðunum iðkenda og fer eftir þeim þegar við á.
- Er ábyrgur fyrir stemmingunni í hópnum.
- Er börnum fyrirmynd í því að taka ósigri með jafnaðargeði, taka sigri hrokalaust og sýna andstæðingum kurteisi.
Iðkandi
- Gerir alltaf sitt besta.
- Virðir alltaf reglur og venjur varðandi heiðarleika (Fair Play) í íþróttum.
- Sýnir öllum iðkendum virðingu, samherjum sem mótherjum.
- Ber virðingu, er heiðarlegur og opinn gagnvart þjálfurum og forystufólki félagsins sem ber ábyrgð á sér við æfingar og keppni.
- Forðast neikvætt tal eða niðurlægjandi köll um samherja, mótherja, dómara, þjálfara eða starfsmenn félagsins.
- Kemur fram við aðra eins og hann vill að aðrir komi fram við sig.
- Sýnir stundvísi við mætingar á æfingu, í keppni og í annað sem viðkemur félaginu.
- Virðir ákvarðanir dómara og annarra starfsmanna leiksins eða mótsins.
- Sýnir aldrei ógnandi eða ofbeldisfulla tilburði.
- Ber virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra.
- Tekur ábyrgð á framförum sínum og þroska.
- Er til fyrirmyndar í framkomu og hegðun innan sem utan vallar.
Eldri iðkandi
- Hugsar um heilbrigði sitt, forðast að taka áhættu varðandi heilsu sína og notar aldrei ólögleg lyf til að bæta eigin árangur í íþróttum.
- Er fyrirmynd yngri iðkenda félagsins.
- Forðast náin samskipti við þjálfara sinn.
Foreldri / forráðamaður
- Hvetur börn til þátttöku í íþróttum, þvingar þau aldrei.
- Hrósar öllum iðkendum á meðan æfingu, leik eða keppni stendur ekki aðeins sínu barni.
- Hvetur iðkendur bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs.
- Gerir ekki grín að iðkanda ef mistök eiga sér stað.
- Hvetur iðkendur til að fara eftir og virða reglur íþróttanna og leysa deilur án fjandskapar eða ofbeldis.
- Er börnum fyrirmynd í því að taka ósigri með jafnaðargeði, taka sigri hrokalaust og sýna andstæðingum kurteisi.
- Lærir að meta þátttöku sjálfboðaliða hjá félaginu því án þeirra hefðu iðkendur ekki möguleika á að stunda æfingar og keppni með félaginu.
- Ber virðingu fyrir störfum þjálfarans og reynir ekki að hafa áhrif á störf hans meðan á leik eða keppni stendur.
- Lítur á dómarann sem leiðbeinanda iðkenda, gagnrýnir ekki ákvarðanir hans.
- Ræðir við barn um hvernig æfing, mót eða leikur hafi gengið og hvort það hafi verið skemmtilegt eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.
- Virðir rétt hvers iðkanda óháð kyni, kynstofni eða trúarbrögðum.
- Lætur áhuga barna og ánægju af íþróttaiðkun stýra íþróttaþátttöku þeirra. Börn eiga ekki að vera í íþróttum eingöngu til að gleðja forráðamenn.
Viðurlög
- Ef iðkandi brýtur gegn einhverri siðareglum UMFÞ fær hann áminningu frá þjálfara.
- Ef iðkandi brýtur gegn sömu siðareglu í annað sinn þarf hann að sitja á bekknum og horfa á í 10 – 15 mínútur.
- Ef iðkandi brýtur í þriðja sinn gegn sömu siðareglu UMFÞ skal hann sitja á bekknum þar til æfingu er lokið. Þjálfari ræðir við iðkanda og hringir í foreldra/forráðamanna til að skýra stöðu mála og leita viðeigandi lausna.
- Ef iðkandi brýtur í fjórða sinn gegn sömu siðareglu UMFÞ skal fundað með foreldrum og fundin varanleg lausn á þeim vanda sem upp er kominn.