Agareglur UMFÞ

  1. Leikmenn mæta stundvíslega á æfingar og í leiki.  Ef leikmenn koma of seint fara þeir til þjálfara og biðjast afsökunar.
  2. Leikmenn eru jákvæðir á æfingum og í leikjum því að fótbolti er áhugamál og okkur finnst gaman í fótbolta.
  3. Leikmenn leggja sig 100% fram á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik.
  4. Leikmenn fara í einu og öllu eftir því sem þjálfari segir.  Þegar þjálfari talar hafa leikmenn hljóð og hlusta vel á allt sem hann hefur að segja.
  5. Leikmenn bera virðingu fyrir samherjum sínum, hvort sem er á æfingu, í leik eða annarsstaðar.  Allir leikmenn flokksins eru félagar innan vallar og utan og hegða sér samkvæmt því.
  6. Leikmenn koma fram við dómara og andstæðinga af virðingu. Leikmenn mótmæla aldrei úrskurði dómara og gera ekki lítið úr andstæðingum.
  7. Leikmenn kunna að sigra og tapa. Við tökum sigrum með gleði og töpum með jafnaðargeði.
  8. Leikmenn ganga vel um íþróttahús og íþróttasvæði UMFÞ og hlýða öðru starfsfólki íþróttahúss og félagsins.
  9. Leikmenn bera virðingu fyrir Þróttarabúningnum .
  10. Leikmenn gera sér grein fyrir að Þróttur Vogum á sér langa sögu í bæjarfélaginu og þegar þeir klæðast Þróttarabúningum eru þeir ekki einungis að spila fyrir sjálfa sig heldur allan þann fjölda fólks sem hefur síðan 1932 lagt sitt afmörkum til að gera Þrótt Vogum  að því félagi sem það er í dag.