Lög og reglur
Lög félagsins þurfa að endurskoðast reglulega. Núgildandi lög félagsins voru samþykkt á aðalfundi félagsins 14. apríl 2010.
UMFÞ vinnur að því að allt starf í félaginu sé uppbyggilegt, efli einstaklingar og liðsheild og vinni gegn andfélagslegri hegðun. Til að efla samstöðu um uppbyggilegt starf hefur stjórn UMFÞ sett siðareglur sem samþykktar voru á stjórnarfundi í ágúst 2011.
Agareglur eru settar til að skapa umgjörð um hegðun iðkenda innan UMFÞ þar kemur skýrt fram til hvers er ætlast að iðkendum og skilgreind hvaða viðurlögum er beitt ef iðkendum hegða sér ekki í samræmi við það sem til er ætlast. (linkur á agareglur)
UMFÞ vinnur að því að allt starf í félaginu sé uppbyggilegt, efli einstaklingar og liðsheild og vinni gegn andfélagslegri hegðun.
Liðið sjálft er mikilvægt til að koma í veg fyrir einelti í hópnum. Bestu forvarnir gegn einelti eru skýr skilaboð hinna fullorðnu um að ítrekaðar neikvæðar athugasemdir, ofbeldi og önnur andfélagsleg hegðun verði ekki liðin í starfi UMFÞ.
Þjálfarar eru í grundvallarstöðu til að móta andann innan hópsins og grípa inn í. Það verður þó að hafa í huga að einelti er mjög erfitt viðureignar og óraunhæft að hægt sé að uppræta það á einfaldan hátt. Vinna gegn einelti þarf stöðugt að vera í gangi og allir sem koma að starfsemi UMFÞ þurfa að leggja sitt af mörkum.
Einelti er þegar iðkandi er ítrekað áreittur, honum líður illa með það og sá sem áreitir er sterkari aðili (hann er stærri, sterkari félagslega, er hluti af hópi sem áreitir). Það er mikilvægt að skilja að stríðni og ofbeldi er ekki það sama og einelti.