Árskort á Vogaídýfuna í sumar – 1. deild – Lengjudeildin

Með maí 3, 2022 Fréttir

Lengjudeildin kallar 📢📢📢 Við erum með fullt af nýjum og spennandi leiðum í sölu árskorta – Mikilvæg fjáröflun í rekstri meistaraflokks 📣

 

🟠Framtíðarkortið er fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára og kostar kortið aðeins 5.000. Kortið gildir á alla heimaleiki.
🟠Sérstök Iðkendakort verða veitt öllum iðkendum í barna- og unglingastarfi sem fá frítt á völlinn í sumar. Einnig fá foreldrar/forráðamenn 50% afslátt af miðaverði séu þau í fylgd með barni með iðkendakort.
🟠Árskort 14.900 kr. Innifalið er miði á lokahófið sem fram fer laugardaginn 17. september og sérstakur hittingur stuðningsmanna fyrir heimaleik í sumar sem verður eingöngu fyrir ársmiðahafa.
Minnum á fyrsta hitting fyrir árskortshafa sem fram fer á Jón Sterka strax eftir leik á föstudagskvöldið 6. maí nk.
Fyrir hjón eða par – Tvö kort á 25.000 kr.