Leikmannafréttir og fréttir af þjálfarateymi meistaraflokks Þróttar.

Með nóvember 19, 2019 Fréttir

Á dögunum tók Brynjar Gestsson við meistaraflokki Þróttar Vogum. Brynjar er þessa daganna að vinna hörðum höndum að því að móta nýtt lið í Vogum sem verður byggt upp á kjarna þeirra leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu í samstarfi við stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar.

Á næstu dögum verða kynntir til leiks aðstoðarþjálfari og styrktarþjálfari meistaraflokks Þróttar.

Það liggur fyrir að Pape Mamadou Faye, Ólafur Hrannar Kristjánsson, Miroslaw Babic, Nemanja Ratkovic, Lassana Drame, Alexandrenne Alexis verði ekki áfram og Guðmundur Marteinn Hannesson lagði skóna á hilluna í haust.

Kann félagið þessum miklu heiðursmönnum þakkir fyrir skemmtilegt sumar þegar Þróttur náði sínum besta árangri í sögu Þróttar! 

Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir varðandi framtíð Ivaylo Yanachkov og Gilles Ondo.