
Leiklistarnáamskeið hjá UMFÞ 3. október til 9. nóvember „8 skipti“
Á námskeiðinu verður farið í gegnum helstu grunnatriði leiklistar og unnið með hugtök eins og spuna, hlustun, framsögn, samvinnu og leikræna tjáningu svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið með námskeiðinu er meðal annars að styrkja þætti eins og sjálfsmynd, sjálfstraust, frumkvæmði, sjálfstæði, ábyrgðarkennd, ímyndunarafl, sköpunargáfu, umburðarlyndi og samkennd þátttakanda.
Námskeiðið verður krefjandi en um leið lifandi og skemmtileg fyrir unga sem aldna.
Kennari:
Ingi Hrafn útskrifaðist sem leikari og leikhúsfræðingur frá Rose Bruford College í London. Auk þess lagði hann stund á leikræna tjáningu við Estonian Academy of Music and Theatre í Eistlandi.
Ingi Hrafn hefur tekið að sér að leika bæði í inn-og erlendum auglýsingum, tónlistarmyndböndum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Ber þar helst að nefna kvikmyndina FANGA, sænsku sjónvarpsþættina Gåsmamman, Makalaus, Óupplýst og Sönn íslensk sakamál. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum leiksýningum ásamt því að hafa leikstýrt, samið leikverk og skrifað barnabækur.
Heimasíða: www.ingihrafn.com
Æfingar fara fram á mánudögum í Álfagerði: