Landsmót UMFÍ í 50+ fór fram 23. – 25. júní í Stykkishólmi og heppnaðist vel – Þróttarar áttu sína fulltrúa á mótinu & Landsmótið fer fram í Vogum á næsta ári.

Með júní 29, 2023 Fréttir

Landsmót UMFÍ 50+ fór fram síðustu helgi í Stykkishólmi – Landsmót 50+ 2024 mun fara fram í Vogum – Sjáumst þá í Vogum! 

Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní 2023. Landsmótið heppnaðist gríðarlega vel og við sendum mótshöldurum hamingjuóskir með vel heppnað mót. (HSH, UMFÍ og Sveitarfélagið Snæfellsness. 

Þróttarar áttu sína þátttakendur og það var virkilega skemmtilegt að fylgjast með okkar fólki skemmta sér vel og sýna góða frammistöðu.  

Ungmennafélagið Þróttur og Sveitarfélagið Vogar halda Landsmót 50+ á næsta ári í samstarfi við UMFÍ. Því voru fulltrúar frá aðalstjórn UMFÞ á svæðinu ásamt Guðmundi Stefán Gunnarssyni íþrótta og tómstundafulltrúa í Vogum. Kunnum við mótshöldurum miklar þakkir fyrir að taka svona vel á móti okkur fólki. Markmið heimsóknarinnar var að taka út Landsmótið og er hluti af undirbúningi okkar fyrir Landsmótið í Vogum. 

Landsmót 50+ verður einn af stærri viðburðum í sögu Voga og er mikil tilhlökkun innan okkar raða að fara hefja undirbúning í samstarfi við UMFÍ og Sveitarfélagið Voga.