Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Vogum árið 2024

Með mars 30, 2023 Fréttir
Við erum stolt og þakklát yfir því að okkur er treyst fyrir þessu stóra verkefni. Stjórn, sjálfboðaliðar og íbúar í Vogum munu leggja sig alla fram, halda gott Landsmót og munum við taka vel á móti öllum. 
 
Mótið hefur verið haldið árlega frá 2011 og kunnum við UMFÍ miklar þakkir fyrir þetta einstaka tækifæri og hlökkum mikið til samstarfsins. Landsmótið er í samstarfi við UMFÍ og Sveitarfélagið Voga. 
 
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri hreyfingu fyrir fólk á miðjum aldri, fimmtugu og eldra.
 
Búist er við miklum fjölda þátttakenda á Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi í sumar. Það verður haldið dagana 23. – 25. júní.