KNATTSPYRNUÞJÁLFARI ÓSKAST!

Með október 13, 2014 Fréttir, Knattspyrna, UMFÞ

Mikil fjölgun hefur átt sér stað hjá yngri flokkum Þróttar. Leitum við því að nýjum þjálfara í hópinn.

 

Þróttur Vogum auglýsir eftir knattspyrnuþjálfara hjá yngri flokkum. Við leitum eftir faglegum einstakling sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi í Vogunum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Starfið felst í almennri þjálfun, ásamt því að fara á mót. Menntun í íþróttafræðum og/eða knattspyrnuþjálfun er skilyrði.

 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 20. október 2014
Frekari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra félagsins í síma 868-5508 eða á netfangið throttur@throttur.net

 

Umsóknir sendast á throttur@throttur.net