Knattspyrnudeild Þróttar.

Með febrúar 6, 2017 UMFÞ

Á dögunum fór fram aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar.

Formaður deildarinnar Friðrik Árnason fór yfir það helsta á liðnu ári.

Fótbolta.net meistarar C-liða og besti árangur í sögu félagsins á Íslandsmóti var uppskeran tímabilsins. Þróttarar tóku í fyrsta sinn í sögu félagsins þátt í landsdeild og hafnaði Þróttur í 5. sæti 3. deildar. Að sögn formanns deildarinnar þá eru Þróttarar með öflugasta getraunastarf landsins og ávinningurinn er félagsandinn í félaginu. Einnig þakkaði Friðrik þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem styðja við bakið á félaginu.

Nýr stjórnarmaður Haukur Harðarson kemur inn í stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar. Haukur Harðarson var virkur þátttakandi í starfi félagsins á sínum yngri árum. Hann var í fyrsta liði Þróttar sem tók þátt í Shellmótinu til að mynda og einnig hefur hann spilað með meistaraflokki félagsins.

Áfram Þróttur í blíðu og stríðu !Haukur í stjórn KND Þrótt Vogum.