
TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ dagana 20.apríl, 22.-23.apríl og 29.apríl. Keppt er í 6. 7. og 8.flokki hjá strákum og stelpum. Um 3900 þátttakendur voru á síðasta móti og gekk mótið afar vel.
Spilaður er 5-manna bolti í öllum flokkum og er spiltími hvers liðs að lágmarki klukkutími. Spilað er eftir nýjum reglum, þar sem ekki eru tekin innköst heldur er sparkað / rekið boltann inn á völlinn.
Leikirnir eru 12 mínútur með þremur mínútum á milli leikja. Ein leikklukka. Viðvera hvers liðs er ekki meir en tvær klukkustundir. Úrslit leikja er ekki skráð. Fjórir styrkleikaflokkar.
Leikið verður á eftirfarandi dögum:
– 20.apríl Fimmtudagur ( sumardagurinn fyrsti) – 6.flokkur karla (Tilkynna skráningu fyrir 14. apríl)
– 22.apríl Laugardagur – 7.flokkur karla (Tilkynna skráningu fyrir 15. apríl)
– 23.apríl Sunnudagur – 8.flokkur karla og kvenna (Tilkynna skráningu fyrir 15. apríl)
– 29.apríl Laugardagur – 6.-7.flokkur kvenna (Tilkynna skráningu fyrir 20. apríl)
Þátttökugjald er í boði velunnara félagsins og fylgja vegleg þátttökuverðlaun, auk þess sem þátttakendur fá að spreyta sig á hinum ýmsum þrautum og fara í liðsmyndatöku.
Emil Þór þjálfari UMFÞ og Berglind Petra stjórnarliði halda utan um TM verkefnið fyrir hönd félagsins. Hægt er að skrá sig hjá þeim eða fá frekari upplýsingar um TM mótið.
Emil sími: 7868695 eða netfangið – emilthor1999@gmail.com
Berglind sími: 7705256 eða netfangið – berglindpetra@hotmail.com