Júdó og fangbrögð hjá UMFÞ – Æfingatímar 2020 – 2021.

Með september 7, 2020 Fréttir

Júdó og fangbrögð fyrir alla aldurshópa hófst 1. september og lýkur starfinu 31. maí. Þjálfarar í vetur eru Jana Lind og Guðmundur Stefán.

Verð: 59.900 kr. – Hægt að skipta niður í níu jafnar greiðslur. Hvetjum alla til að nota frístundastyrkinn frá Sveitarfélaginu Vogum. 

Æfingatímar:

Yngri (1 – 4 bekkur )  Mánudagar og miðvikudagar kl. 15:00-16:00, föstudagar kl. 17:00-18:00

Eldri (5 – 10 bekkur )  Mánudagar og miðvikudagar kl. 16:00-17:00, föstudagar kl. 18:00-19:00

Sameiginlegar (Opið hús) æfingar verða á föstudögum með Njarðvík og verða æfingar haldnar til skiptis í Vogum og Njarðvík. Þeir iðkendur sem treysta sér ekki til Njarðvíkur hvetjum við engu að síður til að mæta á aukaæfinguna í Vogum. Aukaæfingarnar eru samstarfsverkefni milli félaganna og eru að kostnaðarlausu.