Jólapakkaþjónusta … Viltu heimsókn ⁉️⁉️

Með desember 2, 2019 Fréttir

Líkt og síðustu ár þá verður jólapakkaþjónusta í Vogum og mun jólasveinn á vegum Þróttar fara á kreik & dreifa gjöfum á þorláksmessukvöldi milli klukkan 18:30 – 20:30.

Þjónustan virkar svona:

Þú finnur gjöf handa þínu barni/barnabarni/frænku/frænda eða vini og pakkar henni inn.
Þú kemur með gjöfina merkta og í poka merktu með heimilisfangi. Muna setja 1500kr í pokann!
Við sjáum til þess að pakkarnir komi í hús á þorláksmessu og allir fá mynd af sér með jólasveinunum.
Þessi þjónusta kostar aðeins 1500 kr á heimili óháð fjölda barna.

Tekið verður á móti gjöfum föstudaginn 20. dessember frá 10:30 til 19:00 á skrifstofu UMFÞ.

Neyðarsími vegna jólapakkaþjónustu 846-0759 !!!