Jólanámskeið meistaraflokks Þróttar & Benchmark – Landsliðsþjálfarinn mætir fyrsta daginn – #FYRIRVOGA

Með desember 17, 2021 Fréttir
Tilefni þess að meistaraflokkur Þróttar hefur náð mögnuðum árangri síðustu árin ætlar Benchmark & Þróttur í samstarf. Þetta eru fyrirmyndirnar sem þau horfa upp til og hvetjum við alla til að fjölmenna.
 
Verð: Frítt í boði Benchmark. Skráning fer fram á: Þróttur Vogum | Vefverslun (sportabler.com)
 
Þjálfarar: Eiður Ben þjálfari meistaraflokks Þróttar og aðrir leikmenn meistaraflokks. Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U-21 mætir í heimsókn 20. des.
 
Fyrir hverja: Stelpur og stráka, líka þau sem eru ekki að æfa fótbolta.
 
Miðvikudaginn 22 des verður pizzaveisla, jólasveinninn kemur í heimsókn og allir þátttakendur fá gjöf frá Benchmark.
 
Þrátt fyrir að æfingar fari fram á sama tíma þá verður strákum og stelpum skipt í tvo hópa – Æfa ekki saman.
 
Æfingar fara fram mánudaginn 20. des, þriðjudaginn 21. des og miðvikudaginn 22. des.
 

1 & 2 bekkur 10:00 til 11:15

3 & 4 bekkur 11:00 til 12:15

5 & 6 bekkur 12:00 til 13:15

7 & 8 bekkur 13:15 til 14:00