Jólafrí æfinga – Opnunartími skrifstofu yfir jól & áramót –

Með desember 16, 2021 Fréttir

Frí verður gefið frá æfingum í knattspyrnu, sundi og júdó um jól og áramót.

Skrifstofa félagsins lokar klukkan 12:00 mánudaginn 20. desember og framkvæmdastjóri UMFÞ mætir aftur til starfa að nýju mánudaginn 3.janúar. 

  • Knattspyrna – Frí verður gefið frá æfingum í knattspyrnu frá og með 17. desember til og með 2.janúar. Síðustu æfingar fyrir jól eru því fimmtudaginn 16.desember og fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

  • Sund – Frí hefur verið gefið frá æfingum í sundi til 2.janúar. Fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

  • Júdó – Frí hefur verið gefið frá æfingum í júdó til 2.janúar. Fyrstu æfingar eftir frí eru mánudaginn 3.janúar.

    Unglingahreysti og Vogaþrek – Fylgist með inná hópsíðum þar sem einhverjar æfingar verða í gangi yfir hátíðarnar.

    Getraunakaffi Þróttar og félagskaffi hefst aftur 8. janúar.

    Minnum á fótboltaskóla Benchmark sem fram fer 20. til 22. des. Mikilvægt að iðkendur skrái sig í síðasta lagi 17. desember þar sem verið er að undirbúa glaðning til skráðra þátttakenda.

    Nálgast vinninga í jólahappdrætti ? – Hægt er að kynna sér leiðbeiningar í frétt um jólahappdrætti á heimasíðu.

    Öllum tölvupósti verður svarað þegar starfsmaður kemur aftur á nýju ári.

    (Mynd) Undirbúningur litlu jóla hjá sundkrökkum Þróttar. Yngri iðkendur Þróttara hafa verið að gera sér dagamun að undanförnu tilefni jóla.