
Jana Lind Ellertsdóttir er að fara taka sitt þriðja ár hjá UMFÞ. Á dögunum hittum við Jönu og tókum hana í létt spjall um fjölsportið.
Hvernig leggst veturinn í þig ? Ég er spennt og hlakka til vetursins.
Hver er tilgangur fjölsports ? Tilgangur fjölsports er að bjóða iðkendur Þróttar Vogum að æfa fjölbreyttar íþróttir í hópi iðkenda á svipuðu eða sama aldri. Leyfa iðkendum að prófa sem flestar íþróttir og kenna þeim í gegnum leik og íþróttir mikilvægi þess að hreyfa sig á skemmtilegan hátt. Allir eru góðir í einhverju, en enginn er bestur í öllu en allir geta orðið betri með æfingu.
Hvenær byrja æfingar ? Þær eru byrjaðar! Við æfum fjölsport á þriðjudögum og fimmtudögum.
Yngsta stig æfir kl 14:30-15:30
Miðstig æfir kl 15:30-16:30
Elsta stig æfir kl 16:30-17:45
Öll velkomin!
Einhver mót fyrirhuguð í fjölsporti ? Það verður í boði að fara á mót í nokkrum mismunandi íþróttagreinum, jafnframt ætlum við að halda mót hjá okkur í vetur!
Er einhver munur á á eldri og yngri sem stunda fjölsport hjá Þrótti ? Æfingar eru mismunandi fyrir hvern aldurshóp, æfingarnar eiga að vera krefjandi og skemmtilegar fyrir alla iðkendur. Því er mismunandi milli aldurshópa hvernig hver tími er.
Eitthvað að lokum ? Vonandi eruð þið jafn spennt og ég, hlakka til að sjá ykkur sem flest!