Íþróttastarf leggst af- í bili

Með október 31, 2020 Fréttir
Allt íþróttastarf Ungmennafélags Þróttar mun leggjast af næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem tóku gildi á miðnætti. Til viðbótar þrengjast fjöldatakmarkanir úr 20 manns í 10. Einungis börn fædd 2015 og yngri eru undanþegin 2 metra reglu og grímuskyldu.
Samkvæmt hertum aðgerðum ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var í gær verður gert hlé á öllu íþróttastarfi frá og með 31. október og til 17.nóvember. Félagið og þjálfarar félagsins munu svo gefa út frekari upplýsingar til sinna iðkenda um fjaræfingar í næstu viku sem við getum haldið úti. Okkur finnst mikilvægt að hjálpast að við að vera jákvæð og að iðkendur haldi áfram að æfa sig á  fjarformi og komi sterkir til leiks þegar æfingar geta hafist aftur.

Þetta er mikið högg fyrir okkar iðkendur að komast ekki á æfingar en líkt og í vor ætlar félagið að reyna að senda heimaæfingar til okkar iðkenda til að halda við efnið næstu vikurnar.

Við skorum á alla að hjálpast að og huga vel að sér bæði líkamlega og andlega, hugsa vel um persónulegar sóttvarnir og fara eftir tilmælum.

Áfram Þróttur.