Íþróttastarf hjá Þrótti til 20. okt nk. – Með hvaða hætti verður íþróttastarfið ?? YFIRFERÐ „uppfært“

Með október 8, 2020 Fréttir

Í ljósi reglugerðar 957/2020:

Öll starfsemi og aðrar íþróttagreinar fyrir börn og unglinga sem fædd eru 2005 og síðar verður óbreytt með þó áherslu á smitvarnir. Foreldrar, vinsamlegast ekki koma inn í Vogabæjarhöllina þegar verið er að skutla eða sækja börn á æfingar. 

Þó liggur fyrir að sameiginlega æfingin hjá UMFÞ & UMFN í jódó á föstudögum fellur niður næstu tvær vikurnar. 

Knattspyrna, sund og júdó í barna og unglingastarfinu verður með eðlilegum hætti. Unglingahreysti verður áfram með eðlilegum hætti. 

Íþróttaskóli barna á laugardögum, tveggja vikna hlé. „uppfært 9. okt“

Félagskaffi Þróttar á laugardögum, tveggja vikna hlé. „uppfært 9. okt“ 


Meistaraflokkar Þróttar í boltagreinunum er heimilt að halda áfram að æfa samkvæmt tilmælum yfirvalda. Þratt fyrir það hefur verið ákveðið að stöðva æfingar næstu daga og taka stöðuna í kjölfarið. 

Oldboys í knattspyrnu er komið í tveggja vikna hlé.

Vogaþrek Þróttar er komið í tveggja vikna hlé.


Orðsending frá stjórn félagsins: Förum varlega, förum eftir öllum þeim tilmælum sem yfirvöld setja okkur. Biðlað hefur verið til þjálfara að hvetja iðkendur til handþvottar fyrir og eftir æfingar. 

Félagið hefur lagt ríka áherslu á að farið sé eftir öllum þeim tilmælum heilbrigðisyfirvalda sem hafa verið sett hverju sinni og allir sem koma að starfsemi félagsins fylgi þeim tilmælum. Hlutirnir eru fljótir að breytast og við biðjum alla iðkendur/forráðamenn að sýna biðlund næstu vikurnar í ljósi aðstæðna. 

Heilsu- og forvarnarviku Sveitarfélagsins Voga hefur verið frestað. Einnig hefur kótilettukvöldi skyggnis & Þróttar verið slegið á frest.