Íþróttastarf hefst aftur á morgun, 15. apríl – Við höfum fylgt reglum – Við sjáum ljósið !

Með apríl 14, 2021 Fréttir

Frábærar fréttir bárust í gær að íþróttastarf geti hafist aftur á fimmtudaginn. Við bjóðum alla okkar iðkendur velkomna aftur og hvetjum jafnframt áhugasama til þess að prófa að mæta á æfingar. Það kostar ekkert að prófa. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi hjá Þrótti Vogum. 

Æfingataflan sem var í gildi þann 24. mars sl. tekur því aftur gildi frá og með 15. apríl. 

Vogaþrek Þróttar getur því farið aftur á stað sem og íþróttaskóli barna. 

Stjórnarráðið | COVID-19: Tilslakanir á samkomutakmörkunum og í skólastarfi frá 15. apríl (stjornarradid.is)

Breytingarnar í hnotskurn:

Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar, án áhorfenda. Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.


Höldum í bjartsýnina, virðum sóttvarnir og stöndum vaktina, eftir sem áður.