Íþróttastarf barna heimilt frá 18. nóvember – Tökum vel á móti okkar iðkendum !

Með nóvember 15, 2020 Fréttir

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis sem fela í sér varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum. Breytingarnar taka gildi 18. nóvember. Þær eru helstar að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný.

Fram að 18.nóvember verður hægt að stóla sem fyrr á heimaæfingar.  Foreldrar verða hjálpa okkur að ná krökkunum aftur í íþróttir þegar æfingar hefjast á miðvikudaginn því það liggur fyrir að eitthvað brottfall á sér stað við þessar aðstæður sem við búum við í dag.