íþróttastarf barna getur hafist 4.maí og 17 ára og eldri geta líka hafið æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum.

Með apríl 22, 2020 Fréttir

Frábærar fréttir komnar í hús – íþróttastarf barna getur hafist 4.maí og 17 ára og eldri geta líka hafið æfingar þó svo að þær séu samt háðar takmörkunum.

Þjálfarar Þróttar halda áfram að senda iðkendum heimaæfingar og það er heimakeppni í gangi.

Stjórn félagsins og aðrir sem starfa fyrir félagið vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komandi verktíð. Við látum í okkur heyra þegar nær dregur.

Miklar þakkir til allra forráðamanna og annara hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni, skilning og þolinmæði á þessum óvissutímum.

Aflétting samkomubanns og minnispunktar sóttvarnalæknis í stuttu máli:

Íþrótta- og æskulýðsstarf barna á leik- og grunnskólastigi:
Engar fjöldatakmarkanir verða settar á iðkendur.
Öll íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, inni og úti, verði leyfð.
Skíðasvæði verði opin fyrir æfingar barna og unglinga.
Sundlaugar, búnings- og sundaðstaða verði opin fyrir sundæfingar barna og unglinga.
Keppni í íþróttum barna á leik- og grunnskólastigi verði heimil án áhorfenda.
Hvatt verði til sérstaks hreinlætis og handþvottar.

Íþróttastarf fullorðinna:

Mest verði sjö einstaklingar með þjálfara á útisvæði sem miðast við hálfan fótboltavöll.
Mest verði fjórir einstaklingar með þjálfara á innisvæði sem miðast við handboltavöll.
Notkun búningsaðstöðu innanhúss verði óheimil.
Hvatt verði til að tveggjametra nándarreglan verði virt.
Keppni í íþróttum fullorðinna verði óheimil nema ef hægt sé að uppfylla skilyrði um tveggja metra nándarreglu og að keppni sé án áhorfenda.
Sundæfingar fyrir fullorðna verði að hámarki fyrir sjö einstaklinga. Notkun búnings- og sturtuaðstöðu verði leyfð.
Áfram verði hvatt til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts.
Sundlaugar verði lokaðar almenningi.