Íþróttaskóli barna hefst laugardaginn 25. janúar – (Boltaskóli 8. flokks hefst í febrúar og auglýst þegar nær dregur)

Með janúar 13, 2020 Fréttir

Íþróttaskóli barna vinsæll í Vogum

Þriðja árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri á laugardögum. Íþróttaskólinn var vel sóttur af vonarstjörnum félagsins félagsins á síðasta ári. Bryndís er 28 ára og stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Alla laugardaga í vetur klukkan 11:20 til 12:00.

Skráningar fara fram á heimasíðu UMFÞ.

Verð:

Eftir áramót 12000kr

Ársgjald 19900kr

Fyrir 2 – 5 ára

 

KNATTSPYRNUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN Á LEIKSKÓLAALDRI. Verður auglýst þegar nær dregur og hefst í febrúar!