Íþróttaskóli barna hefst á laugardaginn -Skráning fer fram á heimasíðu Þróttar !

Með september 29, 2021 Fréttir

Fimmta árið í röð verður Bryndís Björk Jónsdóttir með íþróttaskóla fyrir börn á leikskólaaldri. Íþróttaskólinn var vel sóttur á síðasta ári.
Bryndís stundaði sjálf fimleika á sínum yngri árum. Þá hefur Bryndís einnig verið að þjálfa síðustu ár með hléum á milli.

Tímarnir fara fram á laugardögum kl. 13:00 til 13:45.

Við byrjum 2. okt og síðasti tíminn fer fram 4. des.