Íþróttaskóli barna byrjar á laugardaginn.

Með janúar 9, 2018 UMFÞ

Klukkan 11:30 í Vogabæjarhöllinni/Íþróttahús á laugardögum!

Íþróttaskóli fyrir börn á leikskólaaldri hefst aftur laugardaginn 13. janúar (Verð: 8000kr (Hægt að mæta í prufutíma 13. janúar)

Íþróttaskólinn sló algjörlega í gegn fyrir áramót og ekkert sem stendur í vegi fyrir því að endurtaka leikinn.

Hófí og Bryndís Björk sjá um Íþróttaskólann á laugardögum í vetur.

Skráningar:

Við reiknum með metþátttöku og verður skólinn fyrir börn búsett í Vogum og utan Voga.

Skráningarblöð eru að finna í afgreiðslu Vogabæjarhallar og einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið throttur@throttur.net. Muna setja aldur barns og kennitölu forráðamanns. Greiðsluseðlar eru sendir í heimabanka.

Verð: 8000kr (Hægt að mæta í prufutíma 13. janúar)

Lágmarksþátttaka er 12. börn og hámarks 20. börn.

Síðasti tíminn fer fram laugardaginn 3. mars.