Íþróttaskóli barna á laugardaginn eftir nokkra mánaða hlé -Bryndís tekur vel á móti ykkur – Fyrir börn á leikskólaaldri.

Með janúar 13, 2021 Fréttir

Íþróttaskóli barna á laugardögum er fyrir börn á leikskóla aldri.

Það er ekki heimilt að koma og prófa æfinga. Öll börn verða vera skráð til leiks og skráning þarf að hafa átt sér stað tveimur dögum fyrir æfingu.

Punktar og reglur: 

  • Aðeins eitt foreldri með hverju barni.
  • Grímunotkun á foreldra.
  • Foreldrum er heimilt að vera inni í stóra íþróttasal. Aðeins 20 fullorðnir og þjálfarar teljast ekki með.
  • Iðkendur sem voru með aðgang fram að áramótum er heimilt að halda áfram til 17. apríl.
  • Það er ennþá hægt að skrá sig til leiks.

Skráning fer fram á heimasíðu Þróttar „Nórakerfið“ Tímarnir fara fram á laugardögum klukkan 11:20 til 12:10.