Ungmennafélagið Þróttur tók við rekstri íþróttamiðstöðvarinnar 1.apríl 2022.
Markmið Þróttar er að bjóða uppá faglega þjónustu fyrir fólk á öllum aldri þar sem allir eru velkomnir. Við leggjum áherslu á fagmennsku starfsmanna og tileinkum okkur virðingu og kurteisi í samskiptum.
Opnunartími er:
Mán – Föst 06:00 – 22:00 (laug og pottar er opið til kl 21:00)
Laug – Sun 10:00 – 16:00
Verðskrá í sund:
Börn 0-18 ára: 300kr
Fullorðnir: 950kr
Öryrkar og eldri borgarar: 300kr
Frítt fyrir alla íbúa sveitarfélagsins sem hafa skráð lögheimili í Vogum.
Íþróttamiðstöð er staðsett við Hafnargötu 17, 190 Vogum. Sími 440-6220
Formaður aðalstjórnar og verkefnastjóri íþróttamiðstöðvar er Petra Ruth Rúnarsdóttir.