Innanfélagsmót í fótbolta 17. desember – JÓLIN 2019 !

Með desember 16, 2019 Fréttir

Þrátt fyrir að síðasti dagur æfinga fyrir jól fari fram í dag þá erum við ekki alveg hætt !

Árlegt jólamót innan Þróttar fer fram á morgun, þriðjudag og hefst klukkan 17:00. Þjálfarar halda utan um mótið og iðkendur verða leystir út með þátttökuglaðning.

Fyrir 7, 6, 5, og 4, flokka félagsins strákar & stelpur. Mótið fer fram í íþróttahúsinu.