Hrólfur Sveinsson áfram í Vogum

Með janúar 16, 2020 Fréttir

Það er með stolti að tilkynna að Hrólfur Sveinsson verður áfram í Vogum til næstu tveggja ára.

Hrólfur sem er 22 ára kom til okkar árið 2017 eftir að hafa spilað upp yngriflokka hjá FH. Hann hefur spilað 80 leiki fyrir félagið í mótum KSÍ og verið einn af burðarásum liðsins síðustu árin. Hrólfur var kosinn efnilegasti leikmaður félagsins haustið 2017 þegar félagið fór upp um deild sama ár.

Hrólfur gat ekki spilað í gærkvöldi á móti Keflavík vegna smávægilegra meiðsla. Hann verður klár í slaginn þegar Þróttarar mæta Vestra á sunnudaginn í fótboltanet-mótinu.