Hreyfum okkur til stuðnings Halla 🧡🖤 Árleg styrktar & fjáröflunaræfing Vogaþreks Þróttar

Með desember 7, 2022 Fréttir

Árleg opin fjáröflunaræfing Vogaþreks Þróttar fer fram 10. desember nk.


Allt fé mun renna til Haraldar Hjalta Maríusonar ungs Vogabúa sem hefur glímt við krabbamein að undanförnu.

Hvetjum við alla Vogabúa til að leggja málinu lið og styrkja með framlagi. 🧡🖤(Sjá mynd)

Posinn og baukurinn verður í anddyri íþróttamiðstöðvar til að taka á móti frjálsum framlögum – Einnig er hægt að leggja inná reikning UMFÞ.
Kennitala: 640289-2529
Reikningsnúmer: 0157-26-100050 (Setja sem skýringu Halli)


Margt smátt gerir eitt stórt – #fyrirVoga