Hinrik Hinriksson í KH.

Með mars 30, 2017 UMFÞ

Okkar ástkæri leikmaður Hinrik Hinriksson hefur ákveðið að róa á önnur mið og prófa nýtt ævintýri í sumar. Hinrik spilaði 73. leiki í Íslandsmóti, bikar og deildarbikar fyrir Þrótt og skoraði í þeim 5. mörk.

Hinrik er tíundi leikjahæsti leikmaður í sögu Þróttar. Ef æfingaleikir myndu teljast með þá færi leikjafjöldinn vel yfir hundrað leiki.

Hinrik á mikinn þátt í þeim uppgangi sem hefur verið í gangi hjá Þrótti síðustu árin. Hinrik kom til okkar frá HK haustið 2012 í gegnum Steina Gunn þjálfara og var duglegur að selja vinum sínum hugmyndina að spila fyrir Þrótt Voga og fékk frábæra stráka innan sem utan vallar til Þróttar.
Haukur Hinriksson tvíburabróðir Hinriks, Kristján Steinn (Krilli) Sigurjón F. Sigurðsson (Sissi) Árni Sæm. Allt eru þetta drengir sem styrktu okkur gríðarlega á sínum tíma og tóku þátt í því að koma félaginu upp um deild í fyrsta sinn. Leikmenn sem allir stuðningsmenn Þróttar þekkja vel í dag.

Þróttur Vogum þakkar Hinrik fyrir sitt framlag til knattspyrnunnar í Vogunum og óskar honum góðs gengis.

Norðandrengir083

Hinrik