
Hermann Hreiðarsson fer vel af stað sem þjálfari Þróttar en liðið komst í gærkvöld í fjórða sætið í 2. deild karla í knattspyrnu með því að sigra Selfyssinga, 1:0, á heimavelli.
Andri Jónasson skoraði sigurmarkið í byrjun síðari hálfleiks en Selfoss missti Kenan Turudija af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Örn Rúnar Magnússon úr Þrótti fór sömu leið þegar korter var eftir af leiknum.
Hermann tók við Þróttarliðinu í síðustu viku og það hefur unnið tvo fyrstu leikina undir hans stjórn. Ekki nóg með það, hans gamli félagi David James, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Englands sem lék undir stjórn Hermanns hjá ÍBV fyrir nokkrum árum, var aðstoðarmaður Hermanns í leiknum í kvöld.
Sjálfboðaliðar voru fjölmargir og kunnum við ykkur öllum miklar þakkir fyrir alla ykkar aðstoð. Skyggnir sá um gæslu og eins og vallargestur urðu vitni af þá reyndi heldur betur á þeirra reynslu.
Gunnar var ljósmyndari félagsins í gærkvöld og þarna var vanur maður að verki. Miklar þakkir.
Þrátt fyrir skíta veður þá komu fjölmargir stuðningsmenn Þróttar á leikinn og það var ómetanlegt. Einstaklega ánægjulegt að sjá bæjarbúa fjölmenna á leikinn.
Næsti leikur fer fram á miðvikudag þegar Fjarðabyggð mæta á Vogaídýfuvöllinn.
Bæði lið báru sorgarbönd til minningar um Baldvin Hróar Jónsson sem féll frá 9. júlí sl. og hans var minnst með einnar mínútu þögn fyrir leikinn.