Her­mann fer vel af stað – óvæntur gestur á bekkn­um – Frábær sigur !!

Með júlí 18, 2020 Fréttir
Her­mann Hreiðars­son fer vel af stað sem þjálf­ari Þrótt­ar en liðið komst í gærkvöld í fjórða sætið í 2. deild karla í knatt­spyrnu með því að sigra Sel­fyss­inga, 1:0, á heima­velli.

Andri Jónas­son skoraði sig­ur­markið í byrj­un síðari hálfleiks en Sel­foss missti Ken­an Turudija af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik. Örn Rún­ar Magnús­son úr Þrótti fór sömu leið þegar kort­er var eft­ir af leikn­um.

Her­mann tók við Þrótt­arliðinu í síðustu viku og það hef­ur unnið tvo fyrstu leik­ina und­ir hans stjórn. Ekki nóg með það, hans gamli fé­lagi Dav­id James, fyrr­ver­andi landsliðsmarkvörður Eng­lands sem lék und­ir stjórn Her­manns hjá ÍBV fyr­ir nokkr­um árum, var aðstoðarmaður Her­manns í leikn­um í kvöld.

Sjálfboðaliðar voru fjölmargir og kunnum við ykkur öllum miklar þakkir fyrir alla ykkar aðstoð. Skyggnir sá um gæslu og eins og vallargestur urðu vitni af þá reyndi heldur betur á þeirra reynslu.

Gunnar var ljósmyndari félagsins í gærkvöld og þarna var vanur maður að verki. Miklar þakkir.

Þrátt fyrir skíta veður þá komu fjölmargir stuðningsmenn Þróttar á leikinn og það var ómetanlegt. Einstaklega ánægjulegt að sjá bæjarbúa fjölmenna á leikinn.

Næsti leikur fer fram á miðvikudag þegar Fjarðabyggð mæta á Vogaídýfuvöllinn.

Bæði lið báru sorgarbönd til minningar um Baldvin Hróar Jónsson sem féll frá 9. júlí sl. og hans var minnst með einnar mínútu þögn fyrir leikinn.