
Hermann áfram í Vogum
• Frágengið að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Þrótti Vogum 2021.
Hermann Hreiðarsson verður áfram þjálfari Þróttar Vogum í knattspyrnu á næstu leiktíð. Hermann tók við þjálfun Þróttar í sumar og fyrir lokaumferðirnar, er Þróttur Vogum í þriðja sæti 2. deildar.
Þróttur hefur unnið 11 af 16 deildarleikjum undir hans stjórn, tapað aðeins 2 leikjum og eru í harðri toppbaráttu þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu.
#fyrirVoga