Helstu punktar frá aðalfundi UMFÞ sem fram fór í gærkvöldi.

Með febrúar 24, 2017 UMFÞ

Kristján Árnason

Kristján Árnason gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kristján hefur verið í stjórn UMFÞ meira og minna frá árinu 2008 með hléum á milli. Kristján var formaður Þróttar árið 2012. Helga Ágústdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs né Rósa Sigurjónsdóttir sem varamaður.
Félagið færir þeim öllum þakkir fyrir óeigingjart og ómetanlegt starf.
Gunnar Helgason gaf ekki kost á sér til formanns en verður áfram stjórnarmaður hjá UMFÞ.
Nýr formaður var kosinn, Baldvin Hróar Jónsson var sjálfkjörinn formaður. Hróar eins og hann er kallaður er markaðsstjóri Nesbúeggja og er í sambúð með Viktoríu Ólafsdóttir og saman eiga þau tvö börn.
Aðrir í stjórn:
Irma Þöll Þorsteinsdóttir, Veigar Guðbjörnsson, Gunnar Helgason, Nökkvi Bergsson.
Varamenn:
Petra Rut Rúnarsdóttir og Hannes Smárason.
Verður þetta þriðja árið í röð sem stjórn UMFÞ verður fullmönnuð og gaman að segja frá því að 6/7 hluti stjórnar UMFÞ hefur farið í gegnum barnastarfið hjá félaginu.

Skýrsla stjórnar og ársreikningur er að finna: http://www.throttur.net/wp-content/uploads/2017/02/{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}C3{cdb688d7baa72ee021e7b265d711b729104e5d4df76eac3e5a49644974b85ae4}81rsreikningur-2016.pdf

Punktar í skýrslu stjórnar:

Þrátt fyrir miklar aðhaldsaðgerðir frá árinu áður þá er um að ræða einn glæsilegasta ársreikning í sögu UMFÞ. Meirihluti hagnaðar, eða 3,9 m.kr. er tilkomin að mestu vegna fjölgun styrktaraðila, aðhaldsaðgerðir, fjölgun iðkenda, EM framlag frá KSÍ og einnig hefur gengið betur að innheimta æfingagjöld eftir að stjórn gerði breytingar á innheimtu og skráningu.
Það er álit stjórnar að mikilvægt sé að forgangsröðun verkefna verði á sömu braut og lagt var upp með fyrir ári síðan. Halda áfram með að efla starfið og stuðla að aukinni menntun þjálfara og sjá til þess að æfingar sem félagið býður uppá sé stjórnað af fagmennsku og að reksturinn verði áfram réttu megin við núllið.
Það er álit stjórnar að mikilvægt sé að forgangsröðun verkefna verði á sömu braut og lagt var upp með fyrir ári síðan. Halda áfram með að efla starfið og stuðla að aukinni menntun þjálfara og sjá til þess að æfingar sem félagið býður uppá sé stjórnað af fagmennsku og að reksturinn verði áfram réttu megin við núllið.
Þær greinar sem stundaðar voru hjá félaginu á síðasta ári voru sund, júdó, knattspyrna, leiklist og íþróttaskóli. Sigmundur Lárusson fékk þakkir fyrir þessa jákvæðu umfjöllun sem Vogar og félagið fær í aðdraganda bikarleikjanna í handbolta.
(Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu UMFÞ. www.throttur.net
Samþykkt var að félagsmenn greiði 1500kr í félagsgjald.
Lögð var fram tillaga um að deildaskipta félaginu og var hún samþykkt með meirihluta atkvæða.
Undir önnur mál kom Arnar Már júdóþjálfari hjá UMFÞ og þakkaði Gunnari Helgasyni fyrir frábært samstarf og lýsti yfir mikilli ánægju með störf stjórnar og framkvæmdastjóra. Það er ekki eins manns verk að byggja upp öfluga jódódeild sagði Arnar í ræðu sinni.
Fundaritari var Rósa Sigurjónsdóttir og fundarstjóri Jóngeir Hjörvar Hlinason. Gunnar Helgason formaður Ungmennafélagsins Þróttar.

Gunnar fráfarandi formaður flytur ræðu