Helgi, Hjálmar og Sölvi Tryggva á fyrirlestrakvöldi í Vogum !

Með maí 26, 2020 Fréttir

Fyrirlestrar í boði UMFÞ fara fram miðvikudagskvöldið 27. maí klukkan 19:30 til 21:00.

Sölvi, Helgi og Hjálmar hafa allir getið sér gott orð fyrir frábæra fyrirlestra. Sölvi hefur slegið öll met með bók sinni „Leið til betra lífs“ sem hefur hjálpað fjölmörgum að hlúa betur að sjálfum sér.

Helgi og Hjálmar halda árlega fyrir fullu húsi í Hörpu fyrirlesturinn „Ánægja og Tækifæri“ Þeir fá fólk til að brosa, við lofum því.

Leið til betri heilsu „Sölvi Tryggvason“
Ánægja & Tækifæri „Hjálmar Jóhannsson og Helgi Jean“

Hvetjum alla sanna Þróttara og bæjarbúa til að fjölmenna.