Heimaæfingar – Glæsilegir vinningar – Keppni hefst 20. apríl

Með apríl 17, 2020 Fréttir

Við ætlum að henda í keppni og þau sem verða með bestu mætinguna eiga möguleika á vinningi. Þjálfarar setja inn 3x í viku heimaæfingar fyrir sína flokka á FB-hóp og Sportabler.

Reglur:

  • Forráðamenn setja inn staðfestingu með athugasemd eða mynd á Sportabler eða facebookhóp að iðkandi hafi tekið æfingu dagsins.
  • Þjálfarar halda utan um mætingu allra iðkenda. Þriðjudaginn 5. maí verða úrslitin kynnt og þjálfari kemur vinningi til skila.
  • Keppni hefst mánudaginn 20. apríl og stendur til 3. maí.

Hvað er í verðlaun og keppni í hvaða flokkum ?

7. flokkur: Þjálfarar, Jón Gestur og Sólrún.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

6. flokkur: Þjálfarar. Baddi og Sólrún.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

5. flokkur: Þjálfarar. Jóna, Guðmann, Matti og Markó.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir fjölskylduna.

4. flokkur: Þjálfari. Eysteinn.

Verðlaun. Erreabolti, Þróttarabuff og pizzaveisla fyrir alla fjölskylduna.

Sund: Þjálfari. Rebekka.

Eldri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Yngri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Júdó: Þjálfari. Gummi júdó.

Eldri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Yngri: Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Unglingahreysti: Þjálfari. Petra.

Verðlaun. Þróttarabolur merktur nafni iðkenda og pizzaveisla handa fjölskyldunni.

Ungmennafélagið minnir á mikilvægi þess að hreyfa sig á hverjum degi. Hreyfispil Þróttar kom út á dögunum og einnig hefur félagið sent frá sér hugmyndir að gönguferðum. 

Við munum tilkynna sigurveigara frá öllum flokkum þegar úrslit liggja fyrir.