Heimaæfingar/Fjaræfingar fara fram á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum – Byrjar 4. nóv !

Með nóvember 3, 2020 Fréttir

Fjaræfingar/heimaæfingar í barna og unglingastarfinu til 17. nóvember nk. 

Fjaræfingar/heimaæfingar verða með þeim hætti að þjálfarar yngriflokka setja inn æfingar á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Iðkendur geta unnið verðlaun fyrir bestu þátttökuna, foreldrar verða staðfesta þátttöku sinna barna inná hópsíðum UMFÞ með athugasemd undir hverri æfingu. 

Einnig ætlar Daníel í Vogaþreki Þróttar að sinna eldri iðkendum og setja inn æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Covid hefur áhrif á 200 iðkendur í skipulögðu starfi félagsins. Þetta hefur mikil áhrif á iðkendur, þjálfara, foreldra og aðra hjá Þrótti. Hlutverk félagsins er að halda iðkendum við efnið og hlúa að þeim á meðan þetta ástand varir. Því hvetjum við foreldra að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Foreldrum er alltaf velkomið að hafa samband við skrifstofu félagsins eða þjálfara.  

Markmið okkar hjá félaginu er að vera tilbúin til að taka á móti iðkendum félagsins þegar aðstæður leyfa. Þjálfarar og aðrir innan félagsins ætla nota næstu daga til að klára það sem hefur frestast. Teikna upp næstu mánuði og taka til í hirslum félagsins. Koma Sportabler á stað. 

Áfram Þróttur ! 

Mynd: Linda Ösp stjórnarliði í foreldrafélagi UMFÞ og starfsmaður í íþróttamiðstöð nýtir sér lokun íþróttamiðstöðvar til að mála og Sólrún á fótboltamóti með ungum iðkendum síðasta vetur þegar allt lék í lyndi.