Hefur þú séð grunsamlegar mannaferðir við dósagáminn að undanförnu ?

Með maí 11, 2020 Fréttir

Sumarið 2015 setti félagið dósagám til styrktar barna og unglingastarfi félagsins. Er gámurinn við íþróttamiðstöð.

Fjöldi fólks er að styrkja starfið með þessum hætti og kunnum við öllum þeim aðilum bestu þakkir fyrir.

Hefur þetta verkefni skilað öruggum tekjum í barna og unglingastarfið.

Núna um helgina var gámurinn tæmdur eftir að fyrirtæki hér í bæ fylltu gáminn á fimmtudaginn. Okkur reiknast það til að í kringum 120.000kr. hafa horfið að undanförnu. Það er mikið áfall fyrir lítið íþróttafélag eins og okkur.

Því miður er verið að taka dósapoka úr gámnum og biðjum við bæjarbúa um að fylgjast vel með gámnum, láta okkur vita ef það sér eitthvað grunsamlegt. Nú þegar hefur þetta verið tilkynnt til lögreglu.

Síminn hjá Þrótti er: 892-6789.

ÁFRAM ÞRÓTTUR Í BLÍÐU OG STRÍÐU!