Hagnaður varð af rekstri knattspyrnudeildar og Gunnar J. Helgason áfram formaður.

Með febrúar 21, 2022 Fréttir

Fyrr í kvöld fór fram aðalfundur Knattspyrnudeildar Þróttar.

Dagskrá aðalfundar var hefðbundin samkvæmt lögum félagsins. Gunnar J. Helgason, formaður knattspyrnudeildar, flutti skýrslu um starfsemi liðins árs. Hann fór vítt og breitt yfir verkefni deildarinnar, rekstur hennar og þann frábæra árangur sem átti sér stað á síðasta ári. Félagið verður 90 ára í haust og frábært að félagið spilar í Lengjudeild á tímamótunum.

Lagðir voru fram reikningar deildarinnar, en þar kom fram að deildin var rekin með hagnaði á liðnu ári. Hagnaður var um 800.000 kr.

Gunnar var endurkjörinn formaður knattspyrnudeildar. Sex aðrir stjórnarmenn gáfu kost á sér áfram. Gísli Brynjólfsson, Kristinn Jón Ólafsson, Gísli Sigurðarson, Róbert Ragnarsson, Guðmann R. Lúðviksson og Friðrik V. Árnason.