Getraunastarf Þróttar hefst laugardaginn 16. janúar – Félagskaffið á sínum stað í vetur !

Með janúar 14, 2021 Fréttir

Þróttarar frá Vogum eru með eitt öflugasta getraunastarf landsins. 

Laugardaginn 16. janúar milli klukkan 11:00 & 13:00 hefjum við skráningu fyrir hópleikinn og keppni hefst formlega laugardaginn 23. janúar.

Við verðum í Lions-húsinu!! 

Þeir sem komast ekki eða treysta sér ekki geta skráð sig til leiks á 1×2@throttur.net. 

Vegna samkomutakmarkana sem eru í gildi þá biðjum við alla um að stoppa ekki lengur en í 25 mínútur þannig að fjöldinn fari aldrei yfir 20 manns. 

Við tryggjum að sjálfsögðu gott bil og gætum fyllsta öryggis.  

Reglur: 

Tveir saman í liði. 

6000 kr. á lið 3000 kr. á mann. 

Ef lið gleymir að skila sinni röð þá gildir lægsta skor. 

Þeir sem komast ekki, alltaf hægt að skila sinni röð á netfangið 1×2@throttur.net fyrir klukkan 13:00 á laugardögum. 

Hvetjum alla sanna Vogabúa til að taka þátt í þessari gleði með okkur. 

Getraunastjórar Þróttar eru sem fyrr, Anna og Guðrún.