Gerum gott félag betra og hlúum betur að iðkendum Þróttar.

Með nóvember 8, 2017 UMFÞ

Frá byrjun árs 2016 hefur ekkert foreldrafélag verið starfandi hjá Þrótti.

Þrátt fyrir það hefur Þróttur óskað eftir sjálfboðaliðum til að endurvekja félagið.

Því miður hefur verið fátt um svör og ætlum við að gera betur í þeim efnum og hefur starfsmanni félagsins verið falið að auglýsa eftir sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að endurvekja félagið og hvetja foreldra til að taka verkefnið að sér.

Hafir þú foreldri góður áhuga á þessu verkefni, endilega settu þig í samband við okkur.
Sími: 892-6789 throttur@throttur.net
Við stefnum á aðalfund 30. nóvember nk. Fundurinn verður auglýstur inná öllum grúppusíðum Þróttar og heimasíðu þegar nær dregur.