Fyrir forráðamenn og aðra notendur innan UMFÞ – Forrit/app SPORTABLER sem Þróttur tók í notkun – Auðveldar öll samskipti – Leiðbeiningar og kóðar.

Með janúar 3, 2023 Fréttir

Við vorum að uppfæra Sportabler og setja inn helstu upplýsingar – Þeir sem eru ekki komnir þar inn geta fylgt leiðbeiningum hér fyrir neðan. (endilega láta vita ef ykkar barn er ekki skráð) Kóði: Sjá kóða eftirfarandi flokka neðst í frétt!

Þetta ferli fyrir neðan á einungis við þá sem eru ekki með Sportabler aðgang. Ef þú ert með Sportabler aðgang þarftu ekki kóða til að sjá nýja flokka. Það er nóg fyrir þjálfara/íþróttastjóra að bæta iðkandanum við í flokkinn og þá kemur dagskráin sjálfkrafa inn hjá foreldra/leikmanni.


 • ATH: Forsenda þess að geta skráð sig í Sportabler er að þjálfari hafi skráð leikmann með kennitölu í flokkinn. Foreldrar, þegar þið sækið appið: Muna nota ykkar kennitölu.  HÉR ERU SKREFIN AÐ SKRÁNINGU.

  Skrá í hóp: Fara á www.sportabler.com eða í appstore/playstore til að ná í appið (IOS)/(Android)(mælum með appinu). Þegar þú opnar  appið sérðu neðst á síðunni Nýr notandi? Skráðu þig í hóp.
  Setja inn kóða flokksins/hópsins: Þið fáið kóðann frá þjálfara eða leikmanni/aðstandanda sem er nú þegar skráður í flokkinn (PE54XK). Næsta skref er að stimpla kóðann inn. ATH þið getið líka stimplað inn kóðann í gegnum tölvu á sportabler.com—>Innskrá—> Skráning í flokk með kóða ef það hentar betur.
  Fylla inn skráningaupplýsingar (Velja „Ég er leikmaður“ / „Ég er foreldri“ eftir því sem við á). Leikmaður setur inn sitt netfang (Netfang leikmanns), foreldri setur inn sitt netfang (Netfang foreldris). Ekki blanda þessum skráningum saman.
  Staðfesta netfang í tölvupósti sem þið fáið frá Sportabler: Smella á „hér“ þá opnast nýr gluggi (Skref 5). Muna eftir að athuga ruslpóst/spam folder.
  Búa til lykilorð Veljið ykkur lykilorð. Samþykkja þarf skilmála Sportabler og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þá.
  Allt klárt ! Skrá sig inn og þá ætti „Mín dagskrá“ að taka á móti ykkur. Hvetjum ykkur til að nota neyðarhnappinn á sportabler og einnig kynningarefni.

 • Kóðar flokka er að finna á almennt flipa hvers flokks:
 • Íþróttaskóli barna R9B2UV
 • Vogaþrek 3XA91B
 • 6. fl. 4S9HUW
 • 7. fl. K0F5SA
 • 8. fl. 7JU1JC
 • Fjölsport 1. til 3. bekkur 5BQBWU
 • Fjölsport 4. 7. bekkur (Er í vinnslu) Verður komið í lag fyrir 10. janúar nk. 
 • Fjölsport 8. til 10. bekkur 67V9Q7