Fundur 156

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Fundur 156 –  fimmtudaginn 12. febrúar kl. 18:30 á skrifstofu félagsins.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilisson, Katrín Lársudóttir, Jóna Kristbjörk Stefánsdóttir og Sólrún Ósk Árnadóttir. . Einnig sat Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ fundinn.

Fundur hófst 18:30.

  1. Aðalfundur UMFÞ.

Farið yfir fyrstu drög að ársreikning og undirbúning aðalfundar UMFÞ sem fram fer 25. febrúar.

  1. Minningarsjóður.

Nesbúegg, starfsmaður UMFÞ og fjölskylda Baldvins Hróars Jónssonar hafa að undanförnu unnið að uppsetningu minningarsjóðs til minninguar um Baldvin Hróar fyrrum formann félagsins. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram og leggja lokahönd á reglugerð í samstarfi við alla aðila sem koma að málinu. Verkefnið verður kynnt næsta haust.

Önnur mál.

Ákveðið að halda vinnufund mánudaginn 22. febrúar til kynningar á ársreikningi og undirbúnings aðalfundar.

Fundi slitið 19:06.