Fundur 155

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Fundur 155 –  fimmtudaginn 14. janúar kl. 18:30 á skrifstofu félagsins.

Mættir: Petra Ruth Rúnarsdóttir, Davíð Hansen, Reynir Emilisson, og Jóna Kristbjörk Stefánsdóttir. Einnig sat Marteinn Ægisson starfsmaður UMFÞ fundinn.

Mál á dagskrá:

  1. Farið var yfir málefni síðasta stjórnarfundar og minnisblað UMFÍ um áhrif Covid á íþróttastarf.

https://www.umfi.is/utgafa/frettasafn/umfi-gefur-ut-itarlegt-minnisblad-um-ahrif-covid-a-ithrottastarf-og-tillogur/

  1. Aðalfundur UMFÞ 2021.

Ákveðið að aðalfundur UMFÞ fari fram 25. febrúar nk. Vinna við ársreikning í fullum gangi.

  1. Viðurkenningar.

Stjórn félagsins hefur sett saman reglugerð fyrir viðurkenningar innan félagsins og skal reglugerðin endurskoðuð árlega. Á næstu dögum verður reglugerðin kynnt á heimasíðu félagsins.

  1. Vetraraðstaða fyrir iðkendur Þróttar í knattspyrnu.

Stjórn félagsins sendi inn erindi til bæjarráðs 23. september sl. varðandi bætta æfingaaðstöðu á veturna fyrir iðkendur Þróttar í knattspyrnu. Þann 7. október barst stjórn félagsins svar að erindinu var vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2021 – 2024 án frekari útskýringa.

Til að halda félagsmönnum og Þrótturum vel upplýstum um málið hefur stjórn félagsins ákveðið að gera frétt um málið og fer í birtingu á næstu dögum.

  1. Yfirferð þjálfaramála.

Þjálfarar sem hættu í vor og haust fá góðar kveðjur fyrir gott samstarf og frábært starf iðkendum Þróttar til heilla. Þjálfarar sem tóku við eru boðnir velkomnir til starfa. Allt íþróttastarf hefur verið háð ýmsum takmörkunum frá því í haust og allt starf stöðvaðist 3. nóvember. Stjórn vill koma á framfæri miklu þakklæti til allra þjálfara fyrir gott starf við erfiðar aðstæður að undanförnu.

  1. Verkefni stjórnarliða og viðburðir á næstu dögum.

Formaður fór yfir þau verkefni sem voru í gangi fyrir jólin og kann stjórnarliðum miklar þakkir fyrir þeirra framlag. Einnig vill stjórn þakka öllum sjálfboðaliðum og öðrum fyrir óeigingjarn starf.

  1. Hvað má í dag ? (Æfingar í Covid)

Íþróttaæfingar og annað starf barna og fullorðinna var heimiluð að nýju með og án snertingar að uppfylltum skilyrðum og leyft að keppa í íþróttum án áhorfenda, samkvæmt slökunum á samkomutakmörkunum sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðaði 8. janúar. Ný reglugerð tók gildi miðvikudaginn 13. janúar næstu fimm vikurnar eða til 17. febrúar.

Félagið hefur fengið mikið hrós frá foreldrum, sjálfboðaliðum, iðkendum og þjálfurum fyrir góða upplýsingapósta frá því að faraldurinn hófst og til dagsins í dag. Það er félaginu mikið í mun að halda öllum vel upplýstum og farið sé eftir öllum tilmælum heilbrigðisyfirvalda.

Fundi slitið klukkan 20:20.