Fundur 154

Með desember 1, 2021 Fundargerðir

Fundur 154 – Fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 19:00.

Fundur settur kl. 19:04.

Mættir eru Petra Ruth, Reynir, Jóna Kristbjörg, Sólrún Ósk. Davíð og Katrín Lára voru með í gegnum
fjárfundarbúnað. Birgitta tilkynnti forföll.

Dagskrá:

1. Íþróttamaður ársins í Vogum.
Íþrótta og tómstundafulltrúi Voga sendi félaginu póst á dögunum og óskaði eftir tilnefningum
bæði til íþróttamanns ársins og til hvattningarverðlauna. Framkvæmdastjóra er falið að safna
saman gögnum. Senda þarf tilnefningar fyrir 1. desember nk.

2. Sambandsráðsfundur UMFÍ 2020 fór fram á dögunum.
Framkvæmdastjóri sat fundinn fyrir hönd UMFÞ. Farið yfir samþykktar ályktanir og önnur mál
tengt fundinum.

3. Minnisblað UMFÍ vegna Covid.
UMFÍ gaf út ítarlegt minnisblað vegna Covid. Farið yfir minnisblaðið sem hægt er að lesa á
heimasíðu UMFÍ.

4. Þjálfarafundur sem fór fram í október.
Stjórn félagsins hélt þjálfarafund í október þar sem farið var yfir eineltisáætlun félagsins,
sóttvarnarmál og aðrar áherslur. Fundurinn fór fram í félagsmiðstöðinni. Vegna
fjöldatakmarkana var fundurinn aðeins fyrir þjálfara í barna og unglingastarfinu.

5. Fjármál.
Ljóst þykir að tekjur vegna viðburða hafa minnkað og hafa styrktaraðilar þurft frá að hverfa
vegna Covid 19. Það hefur mikil áhrif á starfsemi félagsins. Sama gildir um aðrar deildir
félagsins. Stjórn UMFÞ hvetur félagsmenn til að styðja vel við félagið með því að taka þátt í
þeim fjáröflunum sem eru í gangi hverju sinni.

6. Æfingar í Covid hléi og launamál.
Félagið hefur miklar áhyggjur af brottfalli iðkenda og fylgist vel með þróun mála. Ákveðið
hefur verið að óska eftir mætingarlista frá öllum þjálfurum félagsins.
Stjórn gaf út verklýsingu á alla þjálfara fyrir 3. til 17. nóvember þegar allt starf var niðri.
Markmiðið var að hlúa að iðkendum og halda foreldrum vel upplýstum.

7. Sjálfboðaliðadagurinn 2020.
Sjálfboðaliðadagurinn mun ekki fara fram með sama hætti og undanfarin árin. Ákveðið að
setja verkefnið í farveg. Formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram að þróa
sjálfboðaliðadaginn.

8. Verkefni fram að jólum.
Happdrættismiðar, dósagámur, jólasveinaverkefni, jólakort til sjálfboðaliða, sala á grímum og
önnur sala. Framkvæmdastjóra falið að setja upp lista. Sjálfboðaliðar setja sig á þau verkefni
sem þeir komast í hverju sinni.

Önnur mál:

Ákveðið að halda næsta stjórnarfund fyrir jól.

Framkvæmdastjóri átti fund með íþrótta og tómstundarfulltrúa Voga á dögunum varðandi ýmis
málefni tengd íþróttum barna af erlendum uppruna. Ákveðið að setja vinnu í gang sem mun skila
góðum árangri.

Fundi slitið 20:47