Fundur 153 – Fimmtudaginn 10. september klukkan 18:30.
Fundur settur kl 18:33.
Mættir eru Petra Ruth, Katrín Lára, Reynir, Jóna Kristbjörg og Davíð. Aðrir tilkynntu forföll. Marteinn sat fundinn sem framkvæmdastjóri UMFÞ.
- Yfirferð verkefna
Framkvæmdastjóri fór yfir þau verkefni sem eru í vændum. Dagskrá forvarnarviku Sveitarfélagsins Voga er í mótun, lokahóf meistaraflokks og Getraunadeildar fer fram í byrjun október, kótilettukvöldið í samstarfi við Skyggni og sjálfboðaliðakvöldið 5. des nk. Einnig var farið yfir ýmis smærri verkefni.
- Trúnaðarmál (Marteinn og Reynir víkja af fundi.)
Önnur mál
Félagið tók í notkun nýja og glæsilega heimasíðu fyrir tveimur árum. Litlar sem engar breytingar hafa átt sér stað á forsíðumyndunum. Stefnan er sett á að uppfæra myndir og þjálfaralista á næstu vikum.
Rebekka Magnúsdóttir sundþjálfari og Eysteinn Sindri Elvarsson knattspyrnuþjálfari létu af störfum á dögunum. Stjórn UMFÞ þakkar þeim báðum fyrir vel unnin störf.
Fundi slitið 20:15