Fundargerð frá aðalfundi KND sem fram fór í síðustu viku – Boða þarf til aukaaðalfundar þann 10. mars nk.

Með febrúar 25, 2020 Fréttir

Aðalfundur Knd Þróttar Vogum

 

Vogar 20.febrúar 2020

Kl:20.00

 

Dagskrá fundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Kosið í stjórn
  5. Lagabreyting

 

Mættir: Haukur Örn Harðarson formaður, Davíð Harðarson stjórnarmaður og ritar fundargerð, Kristinn Sveinsson stjórnarmaður, Friðrik Valdimar Árnason varamaður, Marteinn Ægisson framkv stjóri.

 

  1. Formaður bíður gesti velkomna og tilnefnir Birgir Örn Ólafsson sem fundarstjóra og Davíð Harðarson sem ritara. Samþykkt samhljóða.
  2. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar og fer yfir hana.
  3. Ársreikningur lagður fram og fer formaður yfir helstu liði reiknings.

Engar spurningar komu er varða reikninginn, hann lagður fram til samþykktar. Samþykktur samhljóða.

  1. Kosning í stjórn

– Haukur bíður sig aftur fram til formanns

– Kristinn og Davíð gefa ekki kost á sér aftur

– Ekki tókst að manna stjórn og því er lagt til að fresta 4 lið þessarar fundar og auglýstur verði aukaaðalfundur 10.mars 2020. Samþykkt samhljóða.

 

5.Lagabreyting – ástæða breytingar er sú að þegar verið er að leita eftir fjármagni til reksturs deildarinnar flækir núverandi nafn félagsins (Knattspyrnufélagið Vogar) málin og var félaginu ráðlagt að breyta nafninu í Knattspyrnudeild Þróttar Vogum. Lagt fram og samþykkt samhljóða.

 

Önnur mál:

Þorsteinn Gunnarsson frá KSÍ óskar eftir að fá orðið. Talar um góða tíma sem hann átti hér í Vogum og ber félaginu kveðju KSÍ. Talar um að ánægjulegt sé að sjá að reksturinn sé í nokkuð góðu standi – róðurinn sé erfiður og finnst aðdáunarvert hve félagið sé vel rekið. Talar um að komandi tímabil verði 2.deildin ein sú öflugasta í mörg ár. Hvetur félagið að halda sveitarfélaginu við efnið. Óskar félaginu til hamingju með gott gengi í sumar.

 

 

Fleira ekki gert fundi slitið 20:27

Myndirnar eru teknar af FB síðu Þorsteins Gunnarsssonar sem mætti á fundinn fyrir hönd KSÍ.

Mynd frá Þorsteinn Gunnarsson.Mynd frá Þorsteinn Gunnarsson.