
Aðalfundur Knd Þróttar Vogum
Vogar 20.febrúar 2020
Kl:20.00
Dagskrá fundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Kosið í stjórn
- Lagabreyting
Mættir: Haukur Örn Harðarson formaður, Davíð Harðarson stjórnarmaður og ritar fundargerð, Kristinn Sveinsson stjórnarmaður, Friðrik Valdimar Árnason varamaður, Marteinn Ægisson framkv stjóri.
- Formaður bíður gesti velkomna og tilnefnir Birgir Örn Ólafsson sem fundarstjóra og Davíð Harðarson sem ritara. Samþykkt samhljóða.
- Formaður leggur fram skýrslu stjórnar og fer yfir hana.
- Ársreikningur lagður fram og fer formaður yfir helstu liði reiknings.
Engar spurningar komu er varða reikninginn, hann lagður fram til samþykktar. Samþykktur samhljóða.
- Kosning í stjórn
– Haukur bíður sig aftur fram til formanns
– Kristinn og Davíð gefa ekki kost á sér aftur
– Ekki tókst að manna stjórn og því er lagt til að fresta 4 lið þessarar fundar og auglýstur verði aukaaðalfundur 10.mars 2020. Samþykkt samhljóða.
5.Lagabreyting – ástæða breytingar er sú að þegar verið er að leita eftir fjármagni til reksturs deildarinnar flækir núverandi nafn félagsins (Knattspyrnufélagið Vogar) málin og var félaginu ráðlagt að breyta nafninu í Knattspyrnudeild Þróttar Vogum. Lagt fram og samþykkt samhljóða.
Önnur mál:
Þorsteinn Gunnarsson frá KSÍ óskar eftir að fá orðið. Talar um góða tíma sem hann átti hér í Vogum og ber félaginu kveðju KSÍ. Talar um að ánægjulegt sé að sjá að reksturinn sé í nokkuð góðu standi – róðurinn sé erfiður og finnst aðdáunarvert hve félagið sé vel rekið. Talar um að komandi tímabil verði 2.deildin ein sú öflugasta í mörg ár. Hvetur félagið að halda sveitarfélaginu við efnið. Óskar félaginu til hamingju með gott gengi í sumar.
Fleira ekki gert fundi slitið 20:27
Myndirnar eru teknar af FB síðu Þorsteins Gunnarsssonar sem mætti á fundinn fyrir hönd KSÍ.