Fundargerð 140

Með september 30, 2019 Fundargerðir

Stjórnarfundur nr.140 fimmtudaginn 14. febrúar  á skrifstofu Þróttar.

Mættir: Hróar, Nökkvi,  Petra,  Gunnar, Davíð og Marteinn.

 

Fundurinn hófst kl. 17:31.

 

  1. Aðalfundur Þróttur 2019

Farið yfir undirbúning komandi aðalfundar. Farið yfir ársreikning og almenn ánægja og tilhlökkun fyrir komandi aðalfund.

 

  1. Viðurkenningar og heiðursverðlaun (Íþróttamaður ársins)

Kynning á verkefni sem tekið var fyrir á síðasta stjórnarfundi. Ákveðið að vinna málið áfram.

 

  1. Samningur við framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri vék af fundi.

Formanni og gjaldkera í samstarfi við framkvæmdastjóra falið að klára samning við núverandi framkvæmdastjóra.

 

  1. Búningamál.

Nýr samningur og  samstarf við Jakósport til kynningar og samþykktar.

 

  1. Þróttaraverslun

Þróttur fagnar framtakinu og framkvæmdastjóra er falið að vinna málið áfram fyrir næsta stjórnarfund.

 

 

Önnur mál.

Málin rædd.