Núna föstudaginn 3. maí kl. 20:30 mun fara fram fyrsta umferð í bikarkeppni KSÍ eða Borgunarbikarnum. Er þetta fyrsti alvöru leikur tímabilsins hjá Þrótti og nokkur spenna ímönnum eftir langt og strangt undirbúningstímabil. Upphaflega átti leikurinn að fara fram í Vogum, en vegna aðstæðna getum við ekki spilað leikinn heima, og það lið er tapar, leikur ekki fleiri leiki í Borgunarbikarnum þettaárið. Það lið sem vinnur hinsvegar mun takast á við lið Hómermanna eða Stokkseyringa í næstu umferð. Það voru okkur mikil vonbrigði að geta ekki…