Foreldrafélag var endurnýjað 30. nóvember 2017.
Stjórn foreldrafélags er:
- Hildur Björg Einarsdóttir
- Linda Ösp Sigurjonsdóttir
- Hildigunnur Jónasdóttir
- Heiða Hrólfsdóttir
- Kristín Erla Thorarensesn.
Markmið og tilgangur foreldrafélags UMFÞ
- Félagið er undir aðalstjórn (merkjum) UMFÞ.
- Tilgangur félagsins er að efla félagslíf iðkenda, halda utan um fjáraflanir og efla félagsandann hjá UMFÞ.
- Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að halda reglulega fundi, eigi sjaldnar er einu sinni á 6. – 8. vikna fresti. Skipuleggja viðburð einu sinni á ári. Aðstoða iðkendur að fjármagna stærri og dýrari keppnismót. Hvetja foreldra til að taka þátt í starfinu með börnunum og stuðla að því að fólk kynnist betur innbyrðis innan UMFÞ.
- Félagsaðild. Foreldrar og forráðamenn barna sem æfa hjá Þrótti.
- Starfstímabilið er frá október til september. Aðalfund skal halda í upphafi hvers starfsárs. Aðeins foreldrar og aðrir félagsmenn mega vera þátttakendur á aðalfundi.
- Stjórn félagsins skal alltaf vera skipuð að lágmarki þremur foreldrum og hámark fimm. Eftir aðalfund skipta þau með sér verkefnum.
- Aðalfundur foreldrafélags er með þeim hætti:
- Kosning fundarstjóra.
- Kosning stjórnar.
- Önnur mál.
Foreldrafélag fær reikning í nafni UMFÞ og stjórnarmeðlimir fá prófkúru á þeim reikning. Sá reikningur er á ábyrgð aðalstjórnar UMFÞ.
Foreldrafélag vinnur eftir lögum UMFÞ sem eru að finna inná heimasíðu UMFÞ.
Stórn foreldrafélagsins
Formaður:
Gjaldkeri:
Meðstjórnendur:
netfang: foreldrafelag@throttur.net
Foreldrahandbók UMFÞ