Foreldrafélag UMF. Þróttar !

Með janúar 17, 2020 Fréttir

Þann 3. desember sl. fór fram aðalfundur foreldrafélags UMFÞ í Vogabæjarhöllinni.

Foreldrafélagið stóð fyrir ýmsum verkefnum á árinu félagi og iðkendum til mikilla heilla.

Jóladagatöl, aðstoð við fjáröflun á íþróttagöllum, páskabingó og ýmislegt fleira.

Heiða Hrólfsdóttir og Hildigunnur Jónasdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. Félagið sendir þeim þakkir fyrir fórnfýsina síðustu árin.

Kristín Thorarensen, Linda Ösp Sigurjónsdóttir, Hildur B. Einarsdóttir og Ingvar Rúnar Jóhannesson eru í stjórn foreldrafélags Þróttar í dag. Það eru allir velkomnir að taka þátt í starfinu og margar hendur vinna létt verk. Áhugasömum er bent á að hafa samband við kris.erla84@hotmail.com

#FyrirVoga